Eldhúsið er opið:

17:00 til 22:00 sunnudaga til fimmtudaga

17:00 til 23:00 föstudaga og laugardaga

 

Kíktu á okkur á Menningarnótt - Spænskur sælkeramarkaður, grill og tónlist

Í tilefni Menningarnætur verður fjölmargt um að vera hjá okkur á Tapas barnum. Við opnum kl. 15 og fyrir utan verður blússandi spænsk stemning frá 15 – 20. Spænskur sælkeramarkaður, grill og tónlist.

Fyrir sælkera er tilvalið að stoppa við hjá okkur á Sælkeramarkaðinum og næla sér í spænskt góðgæti; gæða chorizo pylsur frá Baron Del Ley, Serrano skinku og Mancheco ost, sykraðar möndlur og sælgæti. Á boðstólnum verða líka meðal annars okkar tapenare og hummus, ólífur og sultaður laukur og krydd J

Einnig munu meistarakokkarnir okkar heilgrilla grís og hægt verður að versla veitingar, t.d. grillspjót og tapas snittur.

Hljómsveitin Harmónía Sjarmónía kemur við og spilar dillandi suðræna tónlist kl. 16 og 17.

Er ekki bara um að gera að kíkja við hjá okkur á röltinu á menningarnótt