Eldhúsið er opið:

17:00 til 23:30 sunnudaga til fimmtudaga
17:00 til 01:00 föstudaga og laugardaga

 

Við eigum afmæli...og þér er boðið

994334_497801746984325_691221371_n Við eigum afmæli...og þér er boðið!

Dagana 16. og 17. október höldum við upp á 17. ára afmælið okkar. Og í tilefni tímamótana verður mikið um að vera.

10 vinsælustu tapasréttirnir verða í boði á aðeins 690 kr.

 • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
 • Bleykja með hægelduðu papriku salsa

 • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús
 • Hvítlauksbakaðir humarhalar
 • Marineðar kjúklingalundir með alioli

 • Serrano með melónu og piparrót

 • Grillaðar lambalundir með myntusósu
 • Sultaðir íslenskir kirsuberjatómatar með mozzarella og hundasúrusósu
 • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
 • Nautalund í Borgunion sveppasósu

Og drykkirnir eru líka á sérstöku afmælisverði:

 • Campo Viejo rauðvínsglas - 790 kr.
 • Cassillero del diablo hvítvínsglas - 790 kr.
 • Codorníu Cava glas - 590 kr.
 • Peroni, 330 ml. - 690 kr.

Allir fá svo ljúffengu og margrómuðu súkkulaðikökuna okkar í eftirrétt.

Það er um að gera að panta borð strax í dag. Í fyrra komust færri að en vildu.

Afmælisleikur

mynd Eins og fyrri ár langar okkur að gleðja heppna viðskiptavini og erum með frábæran afmælisleik. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fylla út þátttökuseðil hér á síðunni eða á staðnum.

Vinningarnir eru ekki af verri endanum og í aðalvinning er ferð fyrir tvo til Tenerife á Spáni að verðmæti 400.000 kr. frá Úrvali Útsýn. Þú átt líka möguleika á að vinna, Macbook Air 13" frá epli.is, kassa af eðalvíni, kassa af Cava, gjafabréf í Borgarleikhúsið eða gjafabréf á Tapasbarinn. Vinningar verða dregnir út 19. október í beinni útsendingu á Bylgjunni.

Það er um að gera að vera með, aldrei að vita nema þú verðir heppin(n).

Takk fyrir skráninguna!

Vinningshafar verða dregnir út 19. október :)