Eldhúsið er opið:

17:00 til 23:00 sunnudag til fimmtudags

17:00 til 00:00 föstudag & laugardag

 

Námskeið

20170112_174403 Nú eru komnar í sölu nýjar dagsetningar á gríðarlega vinsælu Tapas og vínsmökkunarnámskeiðunum okkar.

  • Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16.00
  • Fimmtudaginn 21. mars kl. 16.00

Námskeiðin eru tilvalin fyrir bæði einstaklinga og vina- eða starfsmannahópa. Aðaláherslan í námskeiðunum er á að hafa gaman…saman.

Um námskeiðið sér Stefán Ingi Guðmundsson.

Við smökkum 10 tegundir af sérvöldum vínum með 13 mismunandi tapasréttum og farið verður yfir galdurinn að para saman vín og mat.

Meðal rétta sem við smökkum:

  • Ekta spænskt serrano
  • Kolkrabbi
  • Saltfiskur
  • Hörpuskel
  • Hvítlauksbakaðir humarhalar
  • Iberico pluma
  • Lamb í lakkrís og ofl.

Námskeiðin eru haldin á fimmtudögum milli klukkan 16 og 18 og kosta 10.900 kr.

Aldurstakmark er 20 ár.

Skráning á námskeiðin fer fram á tix.is á meðfylgjandi slóð: https://tix.is/is/event/9246/tapas-og-vinsmokkunarnamskei-//

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 551-2344.